mánudagur, nóvember 18, 2013

Halló

Hér sit ég heima nóvenber hálfnaður og sólin skín inn um gluggann hjá mér og sýnir mér hversu mikið ryk er hjá mér. Ekki mikið að frétta hér af heiðinni annað en gott, allir heilbrigðir og dýr líka. 

Jú það er víst smá að frétta, hér inni byrtust 3 litlar mýs sem við myrtum (veit Dóa ekki gott) en eigum ekki svona Músafangelsi. Við Hermann höfum lagt höfuðin á okkur í bleyti til að komast að því hvernig þær hafa komist inn og erum engu nær....bara skiljum ekki hvernig þessar 3 sætu hagamýs komust inn.


Breytingar á fjárhúsum eru í fullum gangi, þarf að vera til fyrir hið árlega partý í húsunum sem stendur yfir í 2 mánuði. er að hugsa um að skreyta og gera flott fyrir þetta partý. Hrútarnir á hlaupabretti með hjartalínurit og allskonar, þurfa að vera í topp formi í þessu partýi


Annar ekkert að frétta, þar til síðar

mánudagur, júlí 23, 2012

SUMAR!!!

Hér á norðurlandi hefur verið mjög þurrt í allt sumar, þangað til núna....núna er úrhelli, sem er mjög gott fyrir gróðurinn. Heyskapur hálfnaður og kindurnar líta vel út í heiðinni. svo er bara að vona að það stytti upp aftur svo að við getum klárað heyskapinn.

Baunin mín var hjá mér í 10 daga og við skemmtum okkur og túristuðumst alveg helling. Alltaf gott að fá hana og knúsa hana. Eins og það er vont þegar að hún fer aftur...verður svona tómleiki eftir. En þá er bara um að gera að skella sér í heyskap til að finna ekki fyrir tóminu.

Dísan okkar kíkti líka og við áttum yndislegar stundir saman. Hún er alltaf svo skemmtileg og hláturmild.Þá var farið í sund og maður slapp nú ekkert undan því. Daman skellti sér upp á dýfingarpallinn og fleygði sér út í djúpulaugina...en það voru nú alltaf traustar hendur sem drógu hana upp

Hlakka svoooo til þegar að Belginn minn kemur heim um verslunarmannahelgina víííívííívíííí, þá verður nú mikið brallað og hlegið og mögulega drukkin smá bjór.....ja eins og þegar að Baunin mín kom...þá var aðeins sötrað líka og hlegið.

föstudagur, apríl 13, 2012

Vorði

Jæja þá fer að koma að því að vorið mæti á klakann. Páskarnir búnnir og gengu svona glimrandi vel, fallegt veður og milt en á 2an í páskum kom kuldi og skítaveður. En vorið hlítur að fara að mæta.

Hér hefur ekki mikið gerst, forsetakostningar á næsta leiti en ég hlakka nú meira til að sauðburður hefjist.


Þangað til næst túlilú :D

þriðjudagur, desember 06, 2011

Jólin handan við hornið

Já núna er að líða að jólum. Veturinn mættur á staðinn og með þessu líka þvílíka frostinu. Spáð 32° frosti í dag í Mývatnssveit en held að það hafi nú bara farið í 27° sem er náttúrulega ekket.
Mannsi fyrir sunnan í námskeiði og ég grasekkjast hér heima að reyna að þrífa húsið og halda lífinu í kindunum mínum. Sem betur fer eru þær í þykkri lopapeysu þannig að þær þola þetta alveg.
Best að fara og hala áfram að gera eitthvað læt vita af mér síðar. Kveðja úr Flísinni

miðvikudagur, október 26, 2011

ANSKOTINN!!!!!

Flensan er búin að ná mér...lýst ekki á það því að Hermann er líka lasin. Vona bara að þið lostnið við þetta heilvíti..